Bráðameðferð

Publikation: Bidrag til tidsskriftTidsskriftartikelForskningfagfællebedømt

Dokumenter

  • Fulltext

    Forlagets udgivne version, 1,92 MB, PDF-dokument

Algeng orsök bráðra heimsókna til tannlæknis er meinafræðilegar breytingar sem eiga upptök sín í kviku eða umrótarvefjum. Til að
hægt sé að veita ásættanlega bráðaþjónustu er mikilvægt að tannlæknir hafi góða þekkingu á greiningu og mismunargreiningu.
Vegið mat á sjúkrasögu, klínísk skoðun og nauðsynleg röntgenrannsókn skipta verulegu máli fyrir greiningu. Ekki ætti að beita
ífarandi aðgerðum án þess að greining liggi fyrir. Helstu markmið við bráðameðferð eru gjarnan verkjastilling og að ná tökum á
hugsanlegri sýkingu. Parasetamól hentar vel við vægum til meðalmiklum verkjum. Nota skal bólgueyðandi verkjalyf (NSAID-lyf) í
stað parasetamóls eða sem viðbótarlyf ef bólga er til staðar. Ef miklir verkir eru til staðar eða ef nægileg verkjastilling næst ekki
með ofangreindum aðferðum er mælt með viðbótarmeðferð með ópíóíðum. Til að stöðva framgang sýkingar skal í byrjun íhuga
að skera á bólgu, opna inn á krónu og hleypa grefti út gegnum rótargöng, eða fjarlægja tönnina. Sýklalyf skal einungis nota ef
sýkingin dreifir sér eða hefur áhrif á almennt heilbrigði sjúklings. Ef þörf er á sýklalyfjameðferð skal byrja á að gefa penisillín V (ef
sjúklingur er með ofnæmi fyrir PcV skal nota klindamýsín).
Bidragets oversatte titelEmergency treatment
OriginalsprogIslandsk
TidsskriftTannlæknablaðið
Vol/bind41
Udgave nummer1
Sider (fra-til)63-70
Antal sider8
DOI
StatusUdgivet - 2023

ID: 359088138